140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[17:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir stuðninginn frá hv. formanni efnahags- og viðskiptanefndar við mitt frumvarp og ég bendi á að í því er algjörlega frjálst framsal sem þýðir að það er eins mikil hámörkun á arðsemi greinarinnar og hægt er.

Hér er verið að leggja til að kvótinn fari í strandveiðar, ýmsa potta, línuívilnun, sjóstangamót o.s.frv. Allt er þetta til þess að minnka arðsemi greinarinnar. Þetta eru allt saman félagsleg atriði og leiðir til þess að völd stjórnmálamanna verða mikil og þeir munu halda áfram að ásælast þennan kvóta sem liggur svo létt við höggi. Þetta stefnir náttúrlega í það eftir nokkur ár að við verðum komin með sovétbúskap í sjávarútvegi.