140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[01:50]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og komið hefur fram í umræðunni er auðvitað ljóst að verið er að taka aflahlutdeildir eða heimildir frá fyrirtækjum sem eru starfandi í greininni í þennan pott. Þarna er opnað fyrir enn eina leiðina til að veiðiheimildir fari í svokallaðan pott 2. Mjög er varað við því í greinargerð með frumvarpinu að þarna sé gengið allt of langt. Ég er ekki viss um nema að ríkið geti verið að baka sér skaðabótarétt með þessari nálgun.

Það getur varla verið réttlætanlegt að þeir sem hafa spilað eftir kerfinu, hafa farið eftir lögum og reglum, (Forseti hringir.) sem meðal annars hæstv. forsætisráðherra stóð að því að setja, og hafa þurft að taka á sig miklar skerðingar fái ekki til baka þann kvóta sem þeir hafa keypt samkvæmt gildandi reglum.