140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:47]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og þingmaðurinn veit hefur ekki verið rætt í nefndinni, sem hún á sæti í, (Gripið fram í.) hvað verður gert ef þetta verður fellt eins og hún telur. Ég er alveg ósammála henni um að svo fari þannig að ég held að það sé ekki hætta á því. En fyrst þingmaðurinn vill það er alveg ljóst að í haust verður lagt fram frumvarp til breytinga á stjórnarskipunarlögum. (Gripið fram í: Þvert á …) Það verður lagt fram frumvarp að stjórnarskipunarlögum hér í haust, það er alveg ljóst. (Gripið fram í.)