140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

610. mál
[16:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil minna á það að matsfyrirtækin mátu íslensku bankana AAA einu ári fyrir hrun. Þau klikkuðu gjörsamlega á matinu. Það er vegna þess sem ég gat hér um áðan, að spólað var upp eigið fé sem ekki var til, með raðeignarhaldi og krosseignarhaldi og lánveitingum þvers og kruss og það er það sem menn þurfa að ráða bót á, við þurfum að ráðast að vanda rótanna — rót vandans sem er þessi veila í hlutabréfaforminu.