140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[15:38]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vona að hv. þingmaður virði mér til vorkunnar að ég get ekki farið mjög ítarlega í þetta í andsvörum en ef ég á að nefna einhverja tölu er það svo að umhverfisráðuneytið er ráðuneyti sem telur rúmlega 30 starfsmenn, 32–33 starfsmenn. Mér sýnist, miðað við umfang þeirra verkefna sem við erum að tala um, að þar sé um að ræða góðan tug starfsmanna til viðbótar inn í það ráðuneyti.

Ég tel og við gerum ráð fyrir því að þegar þingið hefur hafið þessa úrvinnslu málsins munum við setja í gang verkefnisstjórn sem kemur málinu til framkvæmda. Þar erum við, eins og þingmaðurinn bendir á að ræða um flutning bæði verkefna, starfsliðs og stofnana en ég held að á þessu stigi sé ekki skynsamlegt að nefna einstakar stofnanir. Hér erum við fyrst og fremst að byggja á ákveðnum meginprinsippum, við erum að hluta til að tala um heilar stofnanir en að hluta til þyrfti kannski að endurskoða og skipta einhverjum þeirra upp.