140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þetta svar. Það er annað atriði sem ég vildi koma inn á, ég bið hv. þm. Jón Bjarnason að skýra aðeins nánar sjónarmið sem fram komu í ræðu hans hér sem mér fannst nokkuð athyglisverð. Það varðar mat hans á þeim undirbúningi sem liggur til grundvallar þessari tillögu.

Í greinargerð með tillögunni er farið almennum orðum hér og þar um samráð, greiningarvinnu og hitt og þetta sem hljómar allt ágætlega. Það er reyndar mjög óljóst hverju sú greiningarvinna og það samráð skilaði og að hvaða leyti niðurstöður samráðsins eða greiningarvinnunnar skila sér inn í texta þessarar tillögu. Ég bið hv. þingmann að koma aðeins nánar inn á þetta (Forseti hringir.) vegna þess að hann hafði auðvitað aðra eða nánari sýn á þetta meðan hann gegndi ráðherraembætti.