140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

umræða um stöðu ESB-viðræðna.

[11:23]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Við höfum heyrt allmarga stjórnarliða ræða það á undanförnum dögum og reyna að færa rök fyrir því að forsætisráðherra hverrar ríkisstjórnar beri í rauninni ábyrgð á öllu heila klabbinu. Skipstjóralíkingar hafa verið tíðar. En það sama virðist ekki eiga við um hæstv. forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar og sjálfur þingflokksformaður Samfylkingarinnar gengur svo langt að halda því fram að ekki sé hægt að eiga djúpa umræðu um mál við hæstv. forsætisráðherra og það meira að segja í samanburði við hæstv. utanríkisráðherra. [Hlátur í þingsal.]

Það má margt gott segja um hæstv. utanríkisráðherra en umræðustíll hans er kannski ekki þess eðlis að menn almennt tengi það við djúpa umræðu, það eru uppnefningar og gamanmál, en samt heldur hv. þingflokksformaður Samfylkingarinnar því fram að miðað við forsætisráðherra sé það djúp umræða.