140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

utanríkis- og alþjóðamál.

761. mál
[17:06]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Í nefndaráliti meiri hluta utanríkismálanefndar í þessu máli, um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, segir, með leyfi forseta:

„Mikilvægt er að Ísland nýti sér og skoði eftir atvikum hvort nauðsyn beri til að útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda.“

Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra og fá bara hrein svör: Telur hæstv. utanríkisráðherra óraunhæft og mun hann ekki fyrir hönd landsins fara fram með þá varnarlínu Bændasamtaka Íslands að áfram verði heimilt að leggja á tolla á Íslandi?

Í annan stað, ef hann telur það ekki, hvernig hefur hann hugsað sér að bæta upp þetta ígildi tollverndar og framkvæma það ef hitt gengur ekki eftir?