140. löggjafarþing — 92. fundur,  30. apr. 2012.

neytendalán.

704. mál
[19:18]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það eru ákveðnir aðilar sem koma í veg fyrir að mál fái góða og vandaða meðferð í nefnd, það er ljóst. Það eru hv. þingmenn stjórnarliðsins. Það virðist ekki skipta neinu máli hversu stór mistökin eru. Við ræddum í þaula áðan hvaða afleiðingar það hafði þegar stjórnarliðum datt í hug að keyra í gegn lög nr. 151/2010, sem viðbrögð við gengisláninu. Hér er farið fram á að stórmál séu afgreidd á nokkrum dögum. Nú erum við að ræða bara eitt mál, ekki mörg, bara eitt. Læra hv. þingmenn stjórnarliðsins af þessum mistökum? Nei. Það er bara sagt: Þið skuluð gera svo vel og hanga hér fram eftir nóttu, (Forseti hringir.) okkur er nákvæmlega sama um vönduð vinnubrögð.