140. löggjafarþing — 93. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:51]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Til að það fari ekki á milli mála er ég ekki kominn hingað í eitthvert krossapróf hjá hæstv. forseta. Ég ætla ekki að spyrja hæstv. forseta að því hvort ég komist að í kvöld, það er algert aukaatriði í þessu máli. Málið snýst um einfaldlega um það hvort hæstv. forseti geti ekki látið svo lítið að segja okkur einfaldlega hvenær forseti hafi hugsað sér að ljúka þessum fundi í kvöld eða í nótt. Hugtakið miðnótt er mér algerlega ókunnugt, ég þekki vel orðið miðnætti en ég kannast ekki við þetta hugtak miðnótt, a.m.k. væri þá gott að fá orðskýringar hæstv. forseta á þessu. Það væri kannski gott að hafa í þingskapalögunum einhvern orðskýringakafla þannig að við gætum lesið í hin óræðu svör hæstv. forseta í þessum efnum. Við erum auðvitað öll að reyna að skipuleggja vinnudag okkar, við eigum mörg hver erindi á nefndarfundi í fyrramálið. Það verður ekkert erfitt að hitta Evrópuþingmennina hálfvansvefta í fyrramálið en ég hefði samt sem áður talið að betra að vera búinn að fá sæmilegan nætursvefn en það er ekki aðalatriðið. (Forseti hringir.) Aðalatriðið er að hæstv. forseti svari þingmönnum skýrt um hver sé hugmyndin um framhald fundarins í nótt.