140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[20:31]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að taka undir þessar ábendingar frá þeim tveimur hv. þingmönnum sem töluðu á undan mér. Ég mun halda ræðu í síðari umr. um málið og er með spurningar sem ég ætlaði að beina til hæstv. forsætisráðherra, spurningar sem ég var með við fyrri umr. þessa máls en fékk ekki svör við. Þess vegna væri ágætt, frú forseti, ef hægt væri að svara því hvenær við megum vænta þess að forsætisráðherra komi hingað í hús og þá hugsanlega hvort hægt væri að gera hlé á þingfundi og bíða eftir ráðherranum.