140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[00:08]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Af sinni alkunnu og alþekktu innsýn í störf og hugsunarhátt þingmanna mætti hv. þm. Björn Valur Gíslason hér upp og greindi ágætlega þá umræðu sem hér hefur átt sér stað og studdist þar við útreikninga sína sem hann hefur legið yfir í kvöld og lagði þetta mjög skilmerkilega fram. Hv. þingmaður færði fram ágætisrök fyrir því að við færum að stytta fljótlega í umræðunni í kvöld til þess eins að geta verið einbeittari, ákveðnari og öruggari í þeirri vinnu sem fram undan er við nefndastörf í fyrramálið. Og ég er alveg sannfærður um að hv. þingmaður sé innilega sammála mér um að beina kröftum þingsins að því að vinna að skynsamlegri lausn (Forseti hringir.) þeirra úrlausnarefna sem fyrir nefndafundi verða lögð í fyrramálið. (Forseti hringir.) Ég fagna þeirri greiningu sem hv. þingmaður lagði fram og hvet forseta til að taka fullt mark á henni.