140. löggjafarþing — 94. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[02:24]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að ég er algerlega mótfallinn því að umræðunni verði slitið á þessum tímapunkti. Það hefur verið mjög sérkennilegt að fylgjast með ræðum fulltrúa stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, í gær, gærkvöldi, fyrrinótt, í dag og kvöld og nótt. Menn berja sér á brjóst og fara mikinn um það hve nauðsynlegt sé að ræða þetta mál ítarlega á alla kanta en um leið og komið er fram yfir miðnætti og klukkan er farin að halla í eitt eða tvö er kominn aumur á manninn (Gripið fram í.) og menn vatna músum yfir því að þurfa að vera í þingsalnum og ræða þessi mál. Þeir vilja komast í burtu og fá sína hvíld. (REÁ: Hvar hefur þú verið?) Þingmenn verða að (Gripið fram í.) standa undir þeirri umræðu. (Gripið fram í: Varstu að vakna?) Ég er kominn hér á vaktina til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni með ykkur og ef hv. þingmenn sem eru að stýra umræðunni eru ekki tilbúnir að halda henni áfram (Forseti hringir.) verða þeir bara að eiga það við sjálfa sig. [Kliður í þingsal.]