140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[12:41]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Nú er það svo að í dag er síðasti þingfundadagur fyrir nefndadaga og það er mat forseta þingsins að það færi best á því að við reyndum að koma málum til nefnda, eins og menn hafa rætt hér, þannig að málin geti fengið góða meðferð í nefnd. Forseti hefur því ákveðið að gera nú hlé á þessari umræðu á meðan 3.–16. mál verða tekin til umræðu og þeim komið til nefndar. Forseti treystir því að ekki verði langar umræður um þau mál þannig að þau komist til nefndar en mun síðan að nýju taka fyrir 2. dagskrármálið í lok þessa fundar. Þetta er niðurstaða forseta. Hún hyggst síðan gera hlé á fundi fyrir matarhlé.