140. löggjafarþing — 96. fundur,  4. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:49]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Enn og aftur rekum við okkur á það að hafa ekki nægar upplýsingar um þessar aðildarviðræður, annars vegar afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar í grundvallaratriðum og hins vegar kröfur Evrópusambandsins. Þetta tvennt er nokkuð sem maður hefði haldið að ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir nánast í upphafi, til hvers væri ætlast af okkur og hvað íslenska ríkisstjórnin legði upp með í viðræðunum. Enn þá liggur til dæmis ekki fyrir samningsafstaðan í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Svo segja menn að það strandi á Evrópusambandinu. Vissulega gerir það það líka vegna þess að Evrópusambandið veit ekki hvaða stefnu það ætlar að hafa. En íslenska ríkisstjórnin er ekki búin að klára sína yfirlýsingu svo þetta er fyrir vikið stopp á báðum stöðum.

Hvað varðar afstöðu Evrópusambandsins til breytinga á ráðuneytum tek ég undir það með hv. þingmanni og með hv. þm. Ólöfu Nordal sem spurði sömu spurningar áðan (Forseti hringir.) að það sé full ástæða til að fá það fram.