140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[21:18]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er atriði sem ég tel að þurfi að svara mun skýrar og betur en gert hefur verið í umræðunni til þessa. Það er ótvírætt að þarna er um að ræða mismunun. Þarna getur verið um að ræða mismunun sem brýtur í bága við þá samninga sem við eigum aðild að. Evrópusambandið mun að sjálfsögðu ekki kvarta yfir þessu, enda er þetta í samræmi við stefnu þess. En þetta getur hins vegar, eins og Félag löggiltra endurskoðenda bendir á, skapað mismunun í mörgum tilvikum sem erfitt er að rökstyðja og réttlæta.

Einn þátturinn í þessu er mismununin sem getur skapast, eins og bent hefur verið á, milli verktaka sem vinna að ráðgjafarstörfum og annarra slíkra aðila innlendra og erlendra. Það getur skapað mismunun.

Ef frumvarpið nær fram að ganga í þessari mynd skapar það fullt af óleystum vandamálum í sambandi við túlkun á því hvenær þessi ákvæði eiga við og hvenær ekki.