140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:21]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vek athygli á því hvernig þetta mál er til komið. Einungis liðlega 30% landsmanna tóku þátt í kosningu á fulltrúum í svokallað stjórnlagaþing. (VigH: Rétt.) Nánast allir fulltrúar komu af höfuðborgarsvæðinu enda bera tillögur stjórnlagaráðs því veruleg merki að mínu mati. (Gripið fram í.)

Það er líka rétt að minna á að Hæstiréttur dæmdi kosninguna ólögmæta þannig að þessi vinna hefur farið í gang á þessum forsendum. Vissulega eru margar góðar greinar í þessum tillögum en aðrar miður góðar. Ég er almennt mjög hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum en þá eiga spurningarnar að vera skýrar. Ég vildi vekja athygli á þessu og í breytingartillögu sem ég flyt ásamt fleiri þingmönnum er einmitt lögð áhersla á að skerpa í stjórnarskrá enn frekar á jafnrétti landsmanna, (Forseti hringir.) óháð búsetu.