140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:57]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Forsenda lýðræðislegrar atkvæðagreiðslu er upplýst umræða á grundvelli þeirra niðurstaðna sem við fáum nú út úr samningaviðræðunum við Evrópusambandið. Þess vegna er fáránlegt og fráleitt að setja þjóðina í þá stöðu sem (Gripið fram í.) hv. þm. Vigdís Hauksdóttir — sem hér fer fyrir miklum flokki manna — hefur lagt til. Á hinn bóginn er það fagnaðarefni að þingheimur skuli nú geta tekið afstöðu til þessarar hugmyndar hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur og fylgismanna hennar og afgreitt hana í eitt skipti fyrir öll.

Ég segi nei.