140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:05]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru þingslit á morgun. Ég sé í sjálfu sér ekki ástæðu til að lengja þingfundinn fram á kvöld eða nótt meðan þingheimur er í algjörri óvissu um framhald þessa þings og nýja starfsáætlun, ég tala ekki um ef menn fara að ræða saman um lyktir þingsins um nýja starfsáætlun, hvernig menn vilja haga þessum tæplega 100 málum sem eru á dagskrá og sum ekki komin úr nefndum. Það er algjörlega ástæðulaust að misvirða starfsáætlun sem er í gildi. Það verður að gera nýja og fyrr samþykki ég ekki kvöld- eða næturfundi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)