140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[12:48]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt að forsenda arðsemi er arðsemi fyrirtækjanna en við þurfum að huga líka að almennum leikreglum í rekstri fyrirtækja. Þá er ég komin að því að svara spurningu tvö hjá hv. þingmanni. Það er æskilegt að stuðla að almennri arðsemi en arðsemin þarf að vera samfélagsleg líka. Það er ekki nóg að menn raki til sín ofsagróða í góðum árum án þess að það smiti út í lífæðar samfélagsins. Á sama hátt tel ég eðlilegt að með einhverjum aðferðum sé tekið tillit til bágrar stöðu greinarinnar almennt þegar illa árar og aflabrestur verður og það er nákvæmlega það sem gerist samkvæmt þessu frumvarpi, verði það að lögum, að í erfiðum árum verður greiðsla hins sérstaka veiðigjalds lítil eða engin en hún verður aftur á móti þeim mun hærri þegar vel árar.