140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:28]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er kvikindislegt hjá hv. þingmanni að ætlast til þess að ég geti svarað spurningu um hvaða loforð Vinstri grænir hafi efnt. Ég man ekki eftir mörgum og reyndar hafa þeir í mörgum málum kúvent stefnuskrá sinni.

Þó man ég eftir einu sem Vinstri grænir hafa staðið sig mjög vel í og það er að tefja framgang orkurannsókna á norðausturhorni landsins til að koma þar í veg fyrir uppbyggingu í iðnaði. Þar hafa Vinstri grænir með stuðningi Samfylkingarinnar staðið sig hreint með ágætum í því að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í nafni náttúruverndar sem er mjög ofnotað hugtak á þeim bænum. Þetta er svar við spurningu hv. þingmanns, þetta er það sem ég man í svipinn. Að minnsta kosti hefur ekki verið staðinn vörður um velferðarkerfið eða slegin skjaldborg um heimilin og fleira mætti nefna í þessu en því miður hef ég ekki lengri tíma til að svara spurningum hv. þingmanns.