140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:39]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst undarlegt við stjórn þessa fundar að hæstv. forseti skuli ekki svara ítrekuðum spurningum mínum og hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvað hafi valdið því að hæstv. forseti áminnti hv. þingmann, bað hann að gæta orða sinna og gæta að virðingu Alþingis. Það eru ekki lítil orð frá hæstv. forseta sem sannarlega á að gæta að virðingu þingsins. Ég tel að hæstv. forseti gæti ekki að virðingu þingsins með því að svara ekki þeim fyrirspurnum, nú ítrekuðum, sem við hv. þingmaður höfum beint til frú forseta, vegna þess að að sjálfsögðu viljum við vita hvað það var sem fór fyrir brjóstið á hæstv. forseta. Við viljum gæta að virðingu þingsins. Ég heyrði ekki hvað það var sem hv. þingmaður sagði sem á að hafa skaðað virðingu þingsins í andsvari við mig áðan.