140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[15:18]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég biðst velvirðingar á að hafa misskilið hæstv. forseta. Ég varði þar af leiðandi drjúgum tíma mínum í andsvari við hv. þingmann í að fara yfir það af hverju ég teldi að þingmaðurinn hefði verið að svara mér þannig að það er gott að þetta skuli allt saman komið á hreint.

Aðeins um stefnumál ríkisstjórnarflokkanna og stöðuna í skoðanakönnunum, ef hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra missti af því get ég upplýst það að flokkurinn hans hefur ekki mælst með minna fylgi síðan árið 2003 samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups. Í kjölfar bankahrunsins töluðu margir hér um, og því hefur verið haldið fram úr þessum stól, að hér hafi orðið einhver gríðarleg vinstri sveifla. Ég hef alltaf borið á móti því, hér varð efnahagshrun á okkar vakt og okkur var refsað fyrir það. Þannig er það í stjórnmálum, pólitísk ábyrgð á að virka þannig.

Mörg þeirra mála sem (Forseti hringir.) lofað var fyrir kosningar, til að mynda fyrningarleið, hafa líka verið svikin.