140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[17:03]
Horfa

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur fyrir þetta innlegg.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan að í mínum huga er þetta órofa framkvæmd, Dynjandisheiðin og Dýrafjarðargöngin. En ég vil líka ítreka og mundi gjarnan vilja heyra í hv. þingmanni um meðhöndlun umhverfis- og samgöngunefndar um það sem ég nefndi varðandi Gufudalssveitina, þ.e. að kalla eftir kostnaðarmati Vegagerðarinnar til þess að meta það hvort þar séu tryggðir nægjanlegir fjármunir þegar umhverfismatið liggur fyrir. Ég tel það gríðarlega mikilvægt og gríðarlega góð skilaboð til Vestfirðinga sem hafa staðið sameiginlega, eins og hv. þingmaður bendir réttilega á, um þessa forgangsröðun, hvort ætti ekki að taka tillit til þess máls líka.