140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[14:36]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Hæstv. forseti. Ég vil segja varðandi fundarstjórn forseta að hér þarf að vera hægt að fara fram með umræðu, en ég sat undir henni allri og hlustaði gaumgæfilega á, og að hún geti endað þrátt fyrir að hæstv. ráðherra sé eitthvað pirraður þegar hann kemur í salinn, það var augljóst í upphafi. Og hann geti ekki síðan brigslað öllum þingmönnum sem taka þátt í umræðunni um að tala niður umtalsefnið sem hér var til umræðu og ég má ekki nefna vegna þess að ég er að tala um fundarstjórn forseta. [Hlátur í þingsal.]

Það er með ólíkindum, frú forseti. Enginn gagnrýndi Vatnajökulsþjóðgarð, en margir gagnrýndu stjórnsýslu ráðherrans. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)