140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki.

716. mál
[21:30]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Magnús M. Norðdahl) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú hagar svo til í önnum þingsins nú á síðustu stundu að sá sem mælti fyrir framhaldsnefndarálitinu fékk í hendur nefndarálit sem dreift hafði verið örlítið fyrr í kvöld. Nú hefur verið dreift nýju skjali þar sem tekið er fram að lögin öðlist ekki gildi fyrr en 15. júní 2012. Þarna er um að ræða örlítil mistök, þ.e. það átti einungis við um gildistöku ákvæðisins um gjafsóknina en ekki frumvarpið í heild sinni. Ég treysti því að með góðri aðstoð annarra þingmanna takist okkur að vinda ofan af þessum mistökum.