140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[11:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði með þessari grein og þessu frumvarpi en ég bendi á að vandi sparisjóðanna fólst í því að peningar fóru í hring og er ekki búið að leysa þann vanda. Það var alveg sama hvort um var að ræða stofnfjáreign, sparisjóði sem störfuðu sem hlutafélög eða með stofnfé, þeir fóru jafnt á hausinn vegna þess að peningar fóru í hring. Ég held að menn þurfi að ráða bót á þeim vanda áður en þeir geta byggt aftur upp traust almennings á því að kaupa stofnbréf eða hlutafé. En ég segi já við þessari tillögu.