140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:03]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Þessi breytingartillaga snýr að því að ráðast í vegalagningu þar sem komið er niður af Þverárfjallsvegi við Sauðárkrók. Það liggur fyrir að Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið tilbúið með mótframlag í þessa framkvæmd og það er kallað mjög eftir henni enda liggur umferðin þar um hættulegan stað með sjónum. Ég styð þessa tillögu heils hugar og hvet þingheim til að gera það.