140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Almennt má styðja breytingartillögur meiri hlutans en ég vil hins vegar nefna að það eru hæpnar forsendur að baki og hæpin sú tenging sem búin er til milli breytingartillagnanna og veiðigjaldanna eins og nefnt hefur verið áður í þessari umræðu. Það er enn þá hæpnara þegar litið er jafnlangt fram í tímann og er um að ræða í þessari áætlun, til 2022. Það er augljóst að það er einhver della í því þegar breytingartillögur byggja á því að nákvæmlega 2,5 milljörðum aukalega á hverju ári fram til 2022 sé varið til samgöngumála vegna aukinna tekna af veiðigjaldi. En framkvæmdirnar sem hér er um að ræða eru hinar prýðilegustu og þess vegna segi ég já.