140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki.

716. mál
[18:25]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Innihald breytingartillögunnar hefur verið rætt í hv. efnahags- og viðskiptanefnd og líka í hv. allsherjar- og menntamálanefnd. Réttarfarsnefnd hefur hins vegar lagst gegn henni og notaði til þess rök sem ég mundi telja gild við aðrar aðstæður en þær sem uppi eru eftir að við á þingi samþykktum í desember 2010 ákvæði um endurupptöku sem var gjörsamlega gagnslaust. Nú höfum við tækifæri til að bæta úr því og tryggja að fólk sem hefur verið beitt órétti geti sótt rétt sinn með því að sækja um endurupptöku, hreinsað mannorð sitt og náð aftur eignum sínum. Ég hvet því þingmenn til að samþykkja þessa breytingartillögu.