141. löggjafarþing — 3. fundur,  13. sept. 2012.

mannabreytingar í fastanefndum og alþjóðanefndum.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Formenn þingflokka stjórnarflokkanna, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, hafa með tilkynningu afhent forseta skrá um breytingar á skipan fulltrúa þingflokkanna í fastanefndum og alþjóðanefndum. Hér er bæði um að tefla mannabreytingar í nefndum svo og tilfærslur á milli þingflokkanna á sætum í nefndum.

Málið var rætt á fundi með formönnum þingflokka í gær, þ.e. með þeim sem stóðu að samhljóða tillögum um skiptingu sæta í fastanefndum á síðasta þingi svo og um trúnaðarstöður í nefndum. Engar athugasemdir voru gerðar og með vísan til 14. gr. þingskapa svo og 16. gr. lítur forseti svo á að eftirfarandi skrá um nefndarmenn og trúnaðarstöður af hálfu þessara þingflokka teljist samþykkt.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

Frá þingflokki Samfylkingarinnar, breytingar á fastanefndum:

Allsherjar- og menntamálanefnd: Björgvin G. Sigurðsson, formaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Skúli Helgason, 1. varaformaður. Varamenn eru Kristján L. Möller, Helgi Hjörvar og Ólína Þorvarðardóttir.

Atvinnuveganefnd: Kristján L. Möller, formaður, Jónína Rós Guðmundsdóttir, 2. varaformaður, og Ólína Þorvarðardóttir. Varamenn eru Björgvin G. Sigurðsson, Magnús Orri Schram og Skúli Helgason.

Efnahags- og viðskiptanefnd: Helgi Hjörvar, formaður, Magnús Orri Schram, 2. varaformaður, og Skúli Helgason. Varamenn eru Björgvin G. Sigurðsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Fjárlaganefnd: Björgvin G. Sigurðsson, Lúðvík Geirsson, 2. varaformaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, 1. varaformaður, og Valgerður Bjarnadóttir. Varamenn eru Helgi Hjörvar, Kristján L. Möller, Ólína Þorvarðardóttir og Magnús Orri Schram.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Lúðvík Geirsson, Róbert Marshall, 2. varaformaður, og Valgerður Bjarnadóttir, formaður. Varamenn eru Magnús Orri Schram, Árni Páll Árnason, Mörður Árnason og Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Umhverfis- og samgöngunefnd: Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, 1. varaformaður, og Róbert Marshall, 2. varaformaður. Varamenn eru Jónína Rós Guðmundsdóttir, Kristján L. Möller og Lúðvík Geirsson.

Utanríkismálanefnd: Helgi Hjörvar, Mörður Árnason, 2. varaformaður, og Árni Páll Árnason, 1. varaformaður. Varamenn eru Lúðvík Geirsson, Róbert Marshall og Valgerður Bjarnadóttir.

Velferðarnefnd: Jónína Rós Guðmundsdóttir, 2. varaformaður, Kristján L. Möller og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður. Varamenn eru Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir og Róbert Marshall.

Frá þingflokki Samfylkingarinnar, breytingar á alþjóðanefndum:

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins: Árni Páll Árnason, varaformaður. Varamaður er Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins: Mörður Árnason, varaformaður. Varamaður er Magnús Orri Schram.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES: Sigmundur Ernir Rúnarsson og Skúli Helgason, varaformaður. Varamenn eru Jónína Rós Guðmundsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.

Íslandsdeild NATO-þingsins: Björgvin G. Sigurðsson, formaður. Varamenn eru Ólína Þorvarðardóttir og Skúli Helgason.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs: Helgi Hjörvar, formaður, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Varamenn eru Jónína Rós Guðmundsdóttir og Lúðvík Geirsson.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins: Ólína Þorvarðardóttir, formaður, og Jónína Rós Guðmundsdóttir. Varamenn eru Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján L. Möller.

Íslandsdeild Þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál: Jónína Rós Guðmundsdóttir, varaformaður. Varamaður er Róbert Marshall.

Íslandsdeild ÖSE-þingsins Róbert Marshall, formaður. Varamaður er Lúðvík Geirsson.

Frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, breytingar á fastanefndum:

Allsherjar- og menntamálanefnd: Þráinn Bertelsson, 2. varaformaður, og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Varamenn eru Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Atvinnuveganefnd: Björn Valur Gíslason, 1. varaformaður, og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Varamenn eru Árni Þór Sigurðsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Efnahags- og viðskiptanefnd: Lilja Rafney Magnúsdóttir, 1. varaformaður, og Jón Bjarnason. Varamenn: Árni Þór Sigurðsson og Björn Valur Gíslason.

Fjárlaganefnd: Björn Valur Gíslason, formaður. Varamaður er Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Álfheiður Ingadóttir, 1. varaformaður. Varamaður er Þráinn Bertelsson.

Umhverfis- og samgöngunefnd: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður, og Álfheiður Ingadóttir. Varamenn eru Þráinn Bertelsson og Þuríður Backman.

Utanríkismálanefnd: Árni Þór Sigurðsson, formaður, og Jón Bjarnason. Varamenn eru Álfheiður Ingadóttir og Þuríður Backman.

Velferðarnefnd: Þuríður Backman, 1. varaformaður, og Árni Þór Sigurðsson. Varamenn eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir.

Frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, breytingar á alþjóðanefndum:

Íslandsdeild Norðurlandaráðs: Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson. Varamaður er Björn Valur Gíslason.

Þá hefur forseta borist eftirfarandi bréf, dagsett í dag, frá Illuga Gunnarssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

„Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins óskar eftir að gera eftirfarandi breytingar á skipun fulltrúa sinna í fastanefndum Alþingis, sbr. 16. gr. laga nr. 55/1991:

Að Ragnheiður Ríkharðsdóttir taki sæti í fjárlaganefnd í stað Illuga Gunnarssonar og að varamaður í fjárlaganefnd í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur verði Tryggvi Þór Herbertsson.

Að Tryggvi Þór Herbertsson taki sæti Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í allsherjar- og menntamálanefnd og að varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Tryggva Þórs Herbertssonar verði Pétur H. Blöndal.

Að Pétur H. Blöndal taki sæti í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Tryggva Þórs Herbertssonar.

Að Einar K. Guðfinnsson taki sæti Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í velferðarnefnd.

Auk þess óskar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eftir því að gera eftirfarandi breytingu á skipun fulltrúa sinna í alþjóðanefndum Alþingis:

Að Ragnheiður Ríkharðsdóttir taki sæti Bjarna Benediktssonar í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.“