141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga.

4. mál
[14:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Enn er nokkuð af spurningum mínum ósvarað. Einhverja milljarða, sagði hv. þingmaður. Sér hann fyrir sér allt að 10 milljörðum eða allt að 20 milljörðum, 30 milljörðum eða allt að 40 milljörðum? Einhver stærðargráða af brúttókostnaðinum hlýtur að búa hér að baki. Hvað telur hv. þingmaður að það geti þýtt fyrir hvern einstakling sem er með skuldir í landinu? Mundi það þýða 100 þús. kr. fyrir viðkomandi, 200 þús. kr. eða 300 þús. kr.? Hvaða athuganir hefur hv. þingmaður gert á því hvað mundi skila sér á móti? Því að við deilum ekkert um það, það mun skila sér á móti í auknum umsvifum að einhverju leyti. En hversu miklu telur hv. þingmaður? Það fýsir mig að vita.