141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

umferðarlög.

179. mál
[17:51]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get að mörgu leyti tekið undir þau sjónarmið sem hv. þingmaður viðrar hér varðandi hestamenn, en veruleikinn mun vera sá að ákvörðun var tekin um að frumvarpið ætti að snúa að umferð á vegum, bæði akandi og óvarinna vegfarenda, gangandi og hjólandi, en hitt snýr fremur að annarri löggjöf. En þetta er verðugt umræðuefni og ég tek undir þau sjónarmið sem hv. þingmaður viðrar og þakka fyrir umræðuna.