141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

miðstöð innanlandsflugs.

120. mál
[17:00]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það getur verið snúið að eiga orðastað við hv. þingmann þegar því er ekki svarað sem að hv. þingmanni er beint.

Hv. þingmaður viðurkenndi að vísu að Framsóknarflokkurinn hefði átt aðild að því aðalskipulagi sem gerði ráð fyrir þessum breytingum á flugvallarsvæðinu en framsóknarmenn hafa bersýnilega skipt um skoðun, að minnsta kosti þeir sem eru ráðandi í flokknum núna. Gott og vel, en er þá ekki fullmikið sagt, eftir að hafa viðurkennt þetta, að þær hugmyndir og sjónarmið sem uppi hafa verið um að flugvöllurinn ætti að vera annars staðar sé bara málflutningur eins stjórnmálaflokks, sem þingmaðurinn nefndi að vísu ekki í ræðu sinni hver væri? (VigH: Ég sagði: Stjórnmálaflokks og stjórnmálamanns.)