141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu.

29. mál
[16:59]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég hef enga trú á því að forvirkar rannsóknarheimildir leiði til meira öryggis, ég hef bara ekki nokkra einustu sannfæringu fyrir því. Fyrst atburðir sem áttu sér stað í janúar 2009 eru til umræðu skulum við ekki gleyma því hvernig það var. Það voru ekki endilega þeir sem voru að mótmæla sem réðust til lögreglunnar, heldur nýttu aðrir sem lögreglan þekkir mjög vel tækifærið. Við skulum heldur ekki gleyma hverjir það voru sem voru mannlegur skjöldur fyrir lögregluna, það voru mótmælendur hér úti.