141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

menningarstefna.

196. mál
[18:43]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég lít svo á að hv. þingmaður sé að lýsa þeirri skoðun að hin mannbætandi áhrif menningar geri það að verkum að við þurfum ekki eins umfangsmikið regluverk um aðra þætti samfélagsins. Hér er því ekki beinlínis verið að ræða stefnuna. Því er til að svara að ég er sammála hv. þingmanni um hið mannbætandi hlutverk menningar en þar með tel ég ekki unnt að útskýra gott gengi kapítalismans í vestrænum ríkjum eingöngu út frá mannbætandi áhrifum menningar því að þar höfum við mjög marga aðra þætti. Hv. þingmaður nefndi nokkra þeirra, þ.e. réttarríkið og margt fleira. Ég tel að menning hafi vissulega þau áhrif að gera okkur lífið betra að mörgu leyti en ég tel ekki að hún dragi endilega úr þessari þörf, þar erum við hv. þingmaður líklega ósammála.