141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[11:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svar mitt er aftur nei við spurningu hv. þingmanns. Það er vissulega rétt að að loknum ríkisstjórnarfundi er hægt að setja einhver mál í bið ef þau þykja enn þá á því stigi að ekki eigi að greina frá þeim. Í minni veröld er það alveg venjulegt vinnulag. Fólk verður aðeins að fá að vinna í friði en það á ekki að vera þannig í langan tíma. Ég get því miður ekki svarað því öðruvísi en að mér finnst eðlilegt að ekki sé allt það sem rætt var á ríkisstjórnarfundi orðið opinbert hálftíma síðar.