141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[11:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af hverju átta ár? Þegar taka þarf ákvörðun í svona máli þarf að ákveða tíma og átta ár eru tvö kjörtímabil. Okkur finnst það kannski svolítið langur tími en það er líka stuttur tími. Þeir sem sitja á ríkisstjórnarfundum átta sig á því að þessar upplýsingar verða gerðar opinberar í þeirra pólitíska lífi. Ég tel átta ár betri tíma en 10 ár og ég tel fjögur ár of stuttan tíma. Ég er ekki að fara að skipun framkvæmdarvaldsins. Ég flyt hér tillögu sem mér finnst mjög skynsamleg og ég læt engan kúga mig, hvorki framkvæmdarvaldið né einstaka þingmenn.