141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[11:29]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Þá vil ég spyrja hv. þingmann beint: Höfðu þeir fræðimenn sem nefndir eru í greinargerðinni ekki komið þessum sjónarmiðum á framfæri? Ég veit að þeir voru ekki búnir að gera þessa úttekt, en höfðu þessi sjónarmið ekki komið fram af hálfu þessara fræðimanna? Þær höfðu komið fram í umræðum á þinginu. Hv. þingmaður hefur að sjálfsögðu frjálst val um það hvort hún tekur tillit til þeirra sjónarmiða sem hér koma fram. En ég spyr: Höfðu fræðimennirnir ekki komið þessum sjónarmiðum á framfæri á þeim tíma sem frumvarpið var samþykkt?

Ég spyr hv. þingmann vegna þess að eins og hér hefur komið fram voru ákveðnar pólitískar ástæður fyrir því að málið var keyrt í gegn. Þá vil ég spyrja hv. þingmann beint út: Taldi hún á þeim tíma þegar frumvarpið var samþykkt það vera góða hugmynd að hljóðrita ríkisstjórnarfundi?