141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

staða Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

[15:13]
Horfa

Birgir Þórarinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin en vil aðeins bæta við um reiknilíkanið. Fyrst vil ég segja að Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stór vinnustaður með yfir 100 starfsmenn og 1.100 nemendur, vinnustaður á svæði sem skiptir gríðarlega miklu máli, svæði sem hefur átt við erfiðleika að stríða. Skólinn hefur verið að þróa nýjar leiðir til að vinna gegn brottfalli nemenda sem er mjög göfugt markmið og ákaflega mikilvægt.

Ráðuneytið veitti svokallaðan þróunarstyrk í þessa vinnu en hefur hins vegar ekki veitt peninga til að hægt sé að hrinda þessu í framkvæmd og það skýtur skökku við.

Að lokum bið ég hæstv. ráðherra að leysa þetta mál og mér heyrist að hún sé öll af vilja gerð hvað það varðar þannig að það verði gert okkur öllum til sóma.