141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[15:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er verið að fara með Farsýsluna og Vegagerðina í gegnum atkvæðagreiðslu í þinginu. Sameiningar á þessum stofnunum með nýjum nöfnum hafa fengið mikla gagnrýni og það er búið að setja norðurslóðamálin í uppnám með þessum frumvörpum.

Ég tilkynni það hér með, virðulegi forseti, að þingmenn Framsóknarflokksins koma til með að greiða atkvæði á móti báðum frumvörpunum.