141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[15:41]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel fráleitt að vísa þessu máli til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem það snýr að stjórnskipan ríkisins og á best heima í hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Um þær upplýsingar sem komu fram áðan frá formanni nefndarinnar, hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur, tel ég að ekki eigi að leita eftir áliti hjá allsherjar- og menntamálanefnd vegna þess að málið er einfaldlega farið úr höndum nefndarinnar.

Það er mjög ánægjulegt að ríkisstjórnarflokkarnir ætli að styðja tillögu stjórnarandstæðings, hv. þm. Birgis Ármannssonar, og það gerum við framsóknarmenn líka.