141. löggjafarþing — 24. fundur,  23. okt. 2012.

niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármál, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:08]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Samkomulag er um skiptingu ræðutíma milli þingflokka samkvæmt 2. mgr. 86. gr. þingskapa og mun umræðan standa í rúman klukkutíma. Skipting ræðutíma er sem hér segir: Samfylkingin 19 mínútur, Sjálfstæðisflokkur 14 mínútur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð 12 mínútur, Framsóknarflokkur 11 mínútur, Hreyfingin átta mínútur og þingmenn utan flokka tvær mínútur.