141. löggjafarþing — 27. fundur,  25. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[13:53]
Horfa

Róbert Marshall (U):

Virðulegur forseti. Ég ætla að styðja þessa breytingartillögu frá hv. þm. Þór Saari. Það er í sjálfu sér ekki mikil efnisleg breyting á þeim raunveruleika sem ríkisstjórnir dagsins í dag búa við heldur er hnykkt á um skráningu afstöðu manna á ríkisstjórnarfundum.

Ég held að það sé hið besta mál, sérstaklega í ljósi þess að hér er verið að draga til baka þá ákvörðun sem fól í sér hljóðritun á ríkisstjórnarfundum, að við samþykkjum þessa tillögu frá hv. þingmanni. Það ætla ég að gera.