141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, það ber að vanda til verka og ég tel að við höfum gert það. Við höfum vandað okkur í hverju einasta skrefi í tvö eða þrjú ár. Við erum að taka málið inn í nefnd þingsins, kallaðir verða til allir þeir sérfræðingar sem vilja koma og við sendum málið út til umsagnar. Auðvitað verður talað við alla þá sérfræðinga sem við getum mögulega leitað til, það er engin spurning.