141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Sem fyrr gleðst ég yfir því að við erum loksins að ræða efnislega um þetta mál. Verkstjórnin á málinu hefur verið þannig að tillögu stjórnlagaráðs var skilað til Alþingis 27. júlí 2011, það er komið eitt og hálft ár síðan. Allt síðasta ár fékkst fram ein lengd umræða að minni beiðni um það efnislega, að öðru leyti ekki, nema í nefndinni þar sem það var rætt ítarlega. Þar komu aðrir þingmenn náttúrlega ekki að. Við erum sem sagt að ræða núna mál sem var lagt fram 16. nóvember og þetta er fyrsta umræðan.

Ég vil spyrja hæstv. forsætisráðherra um breytingar á 79. gr., hvort það væri ekki mikilvægara að skoða hana eins og ég hef lagt til þannig að þjóðin greiði einhvern tíma atkvæði um stjórnarskrána sína með bindandi hætti. Hún gerir það nefnilega ekki með þeim hugmyndum sem menn hafa lagt fram hingað til. Það hefur enginn getað sýnt mér fram á að hún geri það nokkurn tíma bindandi.

Síðan er það spurningin með breytingu á mannréttindaákvæðum. Ein lítil breyting, ein kommusetning, getur breytt innihaldi (Forseti hringir.) og hvernig eru öryrkjar og fleiri tryggðir þegar breytingar eru svona miklar?