141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

siglingar Baldurs til Vestmannaeyja.

[10:48]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Úr vöndu er að ráða vegna þess að við erum ekki með skip sem er tilbúið til að sigla í skarðið þegar nauðsyn ber, það er veruleikinn. Þá þarf að grípa til þeirra ráðstafana sem eru mögulegar og því er þessi lausn uppi á borðinu. Ég er alls ekki að gera lítið úr þeim vanda sem þetta skapar.

Við ræddum það á helginni og höfum gert það síðan að gera þurfi allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja sem greiðastar samgöngur við Vestmannaeyjar og þá eru menn að sjálfsögðu að horfa til færðar, ruðnings á vegum og annars slíks. Ég skil vel þær áhyggjur, ábendingar og aðfinnslur sem hér koma fram en þetta er sá kostur sem menn hafa séð í stöðunni við þessar erfiðu aðstæður.