141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eru nú fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að koma hér upp og ræða um framhaldsskólana? (Gripið fram í: Já.) Hvað gerðu þeir þegar peningarnir flæddu hér um stræti og torg? Hvað gerðu þeir við fjármunina í aðdraganda hrunsins? Þeir skáru niður. Þeir skáru niður í framhaldsskólum, þeir skáru niður í háskólum. (Gripið fram í.) Þetta er það sem þeir gerðu þá. Nei, en þetta er spurning um stefnu. Við skulum skoða það hvað (Gripið fram í.) við erum að gera hvert um sig, hvað við höfum gert hvert um sig og hverjar tillögur okkar eru. (Gripið fram í.) Sagan talar sínu máli í þessu eins og öðru, virðulegur forseti.