141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

lengd þingfundar.

[11:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eins og fram kom áðan í umræðu um störf þingsins erum við komin í mikinn vanda með verkefni vegna þess skipulagsleysis sem verið hefur á störfum hæstv. ríkisstjórnar. Ég tel mjög miður að á föstudegi ætli menn að hafa þingfund langt fram eftir kvöldi eða nóttu. Mér finnst það ekki fært og þá alveg sérstaklega með tilliti til þeirra þingmanna sem eiga börn og hafa heimili sem þeir þurfa að sinna, svo ég tali nú ekki um þingmenn sem búa úti á landi og þurfa að fara þangað til að kíkja á börnin sín öðru hverju. Ég segi nei. [Hlátur í þingsal.]