141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:01]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Í fyrsta lagi var ég ekki að staðfesta að ég hefði ekki verið í húsinu vegna þess að ég var í húsinu á föstudegi til að halda ræðu mína. Ég var ekki í húsi á fimmtudeginum enda var ég ekki heldur á mælendaskrá á þá.

Ég skal svara þeirri spurningu hv. þingmanns hvort ég hafi haft rangt fyrir mér eða ekki. Í öllum meginatriðum hef ég haft rétt fyrir mér í sambandi við gagnrýni mína á fjárlagafrumvörp sem ég hef sett fram undanfarin ár. Aftur á móti hefur hv. þm. Björn Valur Gíslason ekki getað náð að sýna fram á með blekkingum sínum — ekki einu sinni með blekkingum — að hann hafi verið eitthvað nálægt því að hafa rétt fyrir sér í því hvernig ríkisfjármálin færu.

Það er leiðinlegt þegar hv. þingmaður kemur upp og er með persónulegar dylgjur og persónulegt skítkast (Forseti hringir.) en það er eðli þessa þingmanns. Svona hagar hann sér og (Forseti hringir.) það er þess vegna sem hann verður atvinnulaus í apríl á næsta ári.